Allt sem er talið mikilfenglegt eða stórkostlegt er ekkert annað en hversdagslegir hlutir sem eru endurteknir aftur og aftur nógu oft. Þannig eru tónlistarmenn, íþróttamenn og myndlistarmenn ekki góðir fyrir tilviljun eina. Þeir sem ná langt æfa sig daglega. Þannig er eins háttað í sjálfsvinnu. Þeir sem vilja bæta sig og verða betri manneskjur eða líða almennt betur gera það ekki með því að lesa eina sjálfshjálparbók, fara í eina sálfræðimeðferð, fara einu sinni í kirkju eða prófa einu sinni hvað annað sem manneskjan telur réttu leiðina. Þeir sem raunverulega ná árangri eru þeir sem iðka viðfangsefnið sem hluta af daglegu lífi þeirra. Í kafla 29 í handbók Epiktets er komið inn á þrautseigjuna sem fylgir því að vera góður í einhverju. Þar er tekið dæmi um þann sem vill verða afreksmaður í íþróttum og stefnir á þátttöku í ólympíuleikunum. Þar bendir Epiktet á að það sé eitt að vilja vera afreksmaður og annað að vinna að því. Hann nefnir hvernig það kostar vinnu, þolinmæði, þrautsei...