Fara í aðalinnihald

Færslur

Að iðka stóuspeki

Allt sem er talið mikilfenglegt eða stórkostlegt er ekkert annað en hversdagslegir hlutir sem eru endurteknir aftur og aftur nógu oft. Þannig eru tónlistarmenn, íþróttamenn og myndlistarmenn ekki góðir fyrir tilviljun eina. Þeir sem ná langt æfa sig daglega. Þannig er eins háttað í sjálfsvinnu. Þeir sem vilja bæta sig og verða betri manneskjur eða líða almennt betur gera það ekki með því að lesa eina sjálfshjálparbók, fara í eina sálfræðimeðferð, fara einu sinni í kirkju eða prófa einu sinni hvað annað sem manneskjan telur réttu leiðina. Þeir sem raunverulega ná árangri eru þeir sem iðka viðfangsefnið sem hluta af daglegu lífi þeirra.  Í kafla 29 í handbók Epiktets er komið inn á þrautseigjuna sem fylgir því að vera góður í einhverju. Þar er tekið dæmi um þann sem vill verða afreksmaður í íþróttum og stefnir á þátttöku í ólympíuleikunum. Þar bendir Epiktet á að það sé eitt að vilja vera afreksmaður og annað að vinna að því. Hann nefnir hvernig það kostar vinnu, þolinmæði, þrautsei...

Stóuspeki og trúleysi

Amma mín var mjög kristin kona. Á heimili hennar var því mikið af munum sem tengdust kristinni trú. Þar voru litabækur um ævi Jesú, krossar á veggjum, trúarleg málverk, biblíur, bæklingar og mannakorn. Frá ömmu lærði ég margt um lífið. Margt af því góða sem ég lærði má þakka að hluta kristnu uppeldi bæði beint frá henni og í gegnum foreldra mína. Þessu er ég þakklátur og get ég ekki annað en hugsað með hlýhug og þakklæti til hennar. En þegar ég varð eldri hætti ég að trúa á guð og skráði mig úr þjóðkirkjunni og stend nú utan trúfélaga. Ég ber þó í dag, eftir nokkuð hlykkjótta vegferð, virðingu fyrir kristinni trú og fylgjendum hennar. Það er margt sem ég græddi á trúarlegu uppeldi. En margt af því er auðveldlega hægt að skipta út með einhverju veraldlegu. Vandinn er hins vegar að það er ekkert aðhald í flestum hefðum sem ekki hafa rætur í trúarbrögð. Hvernig eigum við að rækta dygðir  ef það vantar jarðveginn? Mér finnst í dag margt vanta í veraldlega tilveru mína og margra þe...

Stóuspeki.is

Stóuspeki.is er vefsíða sem varð til fyrir hálfgerða tilviljun. Fyrir nokkrum árum fékk ég mjög mikinn áhuga á stóuspeki sem hefur aukist mjög með hverju ári. Mér finnst þessi heimspeki hafa breytt miklu í lífi mínu og veitt mér ákveðna sálarró sem ég hef, eins og margir, lengi leitað. Í grúski mínu einn daginn kemst ég að því að lénið stouspeki.is var ekki frátekið þannig að ég keypti það af rælni. Ég hafði hug á því að nota það einhvern tímann en lét aldrei verða af því fyrr en nú. Á þessari vegferð minni hef ég lesið talsvert mikið um stóuspeki en ósköp lítið er þó til á íslensku. Ég byrjaði því að þýða hugleiðingar Markúsar Árelíusar og er sú vinna enn þá í gangi í hjáverkum hjá mér. Ég ákvað að þýða ekki handbók Epiktetus því það var til stórgóð þýðing frá Dr. Brodda Jóhannssyni frá 1955. Eftir að hafa lesið þá þýðingu velti ég fyrir mér af hverju sú bók varð ekki vinsælli þar sem boðskapurinn er að mínu mati stórkostlegur. Ég velti fyrir mér hvort ein ástæðan fyrir því væri að t...