Fara í aðalinnihald

Um síðuna


Stóuspeki.is er vefsíða sem varð til fyrir hálfgerða tilviljun. Fyrir nokkrum árum fékk ég mjög mikinn áhuga á stóuspeki sem hefur aukist mjög með hverju ári. Mér finnst þessi heimspeki hafa breytt miklu í lífi mínu og veitt mér ákveðna sálarró sem ég hef eins og margir, lengi leitað. Í grúski mínu einn daginn kemst ég að því að lénið stouspeki.is var ekki frátekið þannig að ég keypti það af rælni. Ég hafði hug á því að nota það einhvern tímann en lét aldrei verða af því fyrr en nú. Á þessari vegferð minni hef ég lesið talsvert mikið um stóuspeki en ósköp lítið er þó til á íslensku. Ég byrjaði því að þýða hugleiðingar Markúsar Árelíusar og er sú vinna enn þá í gangi í hjáverkum hjá mér. Ég ákvað að þýða ekki handbók Epiktetus því það var til stórgóð þýðing frá Dr. Brodda Jóhannssyni frá 1955. Eftir að hafa lesið þá þýðingu velti ég fyrir mér af hverju sú bók varð ekki vinsælli þar sem boðskapurinn er að mínu mati stórkostlegur. Ég velti fyrir mér hvort ein ástæðan fyrir því væri að tungumálið og orðanotkun fólks breytist hratt og fyrri þýðing var vissulega nokkuð torlesin. Því hóf ég að dunda mér við að skrifa nýja þýðingu á eins almennu og hversdagslegu máli og mögulegt er. Ég viðurkenni að ég er ekki með sérlega gott vald á tungumálinu en áhuginn var til staðar og því lét ég verða að því að deila þessu með sem flestum. Þá mundi ég að ég átti þetta lén og ákvað að birta þýðingu hér. Mögulega mun ég líka síðar nota þessa síðu til að birta fleiri greinar. Þeir sem eru áhugasamir um stóuspeki og vilja hafa samband geta náð í mig með því að senda mér skilaboð á Twitter